Lífið

Skapari Nágranna látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Neighbours eru vinsælasta sápuópera Ástralíu
Neighbours eru vinsælasta sápuópera Ástralíu Twitter/Neighbours

Höfundur áströlsku sápuóperunnar geysivinsælu, Nágrannar eða Neighbours, Reg Watson er látinn 93 ára að aldri. Greint var frá andláti Watson á samfélagsmiðlum Nágranna. Þar er haft eftir aðalframleiðanda þáttanna Jason Herbison að Watson hafi verið frumkvöðull í starfi og hafi verið yndislegt að vinna með honum.


Watson var fæddur í Brisbane í Ástralíu árið 1926 og hóf störf í áströlsku sjónvarpi eftir að hafa staðið sig vel í bresku sjónvarpsþáttunum Crossroads.

Neighbours þættina skapaði Watson á níunda áratug síðustu aldar ásamt félaga sínum Reg Grundy. Þættirnir gengu í upphafi illa og hætti sjónvarpsstöð Channel 7 sýningum á þeim. Það reyndist þó ekki stöðva sigurgöngu Neighbours sem nú hefur verið á dagskrá í um 35 ár og hefur hjálpað fjölmörgum áströlskum leikurum að komast áfram í bransanum.

Watson var hlédrægur maður og var lítið fyrir viðtöl og settist í helgan stein árið 1992.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.