Halda í dag Verndarhátíð heilagrar guðsmóður Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík . FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Í dag, 14. október, er Verndarhátíð heilagrar guðsmóður að trúarsið Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Líkt og víða um heim er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík. Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi segir að uppruna hátíðarinnar megi rekja til 10. aldar þegar sameiginlegur her Rússa og víkinga sem nefndir voru Væringjar sátu um Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins (Býsansríkisins). „Her Grikkja var þá bundinn annars staðar í heimsveldinu vegna innrásar múslima og engrar aðstoðar að vænta frá öðrum. Borgarbúar komu þá saman til bæna í Blachernae-kirkjunni, kirkju hinnar blessuðu Maríu meyjar. Undir bænum sá Andrei Yurodivy, fyrrverandi þræll frá Novgorod, hvar María mey nálgaðist miðju kirkjunnar, kraup niður og var lengi á bæn fyrir alla sanntrúaða. Andlit hennar var þakið tárum. Hún breiddi síðan blæju sína yfir fólk því til verndar,“ segir séra Timur. „Eftir að guðsmóðirin birtist trúuðum var allri hættu afstýrt og borginni hlíft við blóðsúthellingum og þjáningum. Umsátursherir drógu sig til baka þegar þeir töldu dauða borgarinnar óhjákvæmilegan.“ Séra Timur segir að þessi hátíð minni á að fyrir meira en þúsund árum voru náin tengsl á milli þjóða Rússlands, sem þá var kallað Garðaríki, og Norðurlandanna. Útbreiðsla kristinnar trúar hófst síðan í Rússlandi sem tók kristna trú árið 988 og á Íslandi var kristni lögtekin árið 1000. Hann segir að Grikkir hafi gleymt að mestu þessari sögu þegar guðsmóðirin birtist í Miklagarði, en meðal Rússa varð hún mjög þekkt. Verndarhátíðin varð síðan vinsæl í Rússlandi. „Rússar muna hvernig María mey bjargaði höfuðborg þessa heimsveldis. Til að mynda eru margar rússneskar kirkjur tileinkaðar þessum atburði. Ein fallegasta kirkja Rússa, Pokrovsky-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu, sem einnig er þekkt sem St. Basil dómkirkjan, er tileinkuð þessum merka viðburði, sem tengdi svo vel örlög Skandinavíu og Rússlands.“ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var opinberlega skráð á Íslandi í september árið 2001 eftir að fólk búsett hér á landi hafði beðið patríarka kirkjunnar í Moskvu að senda þeim prest fyrir safnaðarstarf hér á landi. Trúfélagið sem ber formlega heitið „Söfnuður heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík“ hefur aðsetur í Nikulásarkirkju að Öldugötu 44 í Reykjavík. Séra Timur (eða Tímóteus) Zolotuskiy, sem er 51 árs, á ættir að rekja til Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Hann var skipaður af patríarkanum í Moskvu og hinu heilaga kirkjuráði á Þorláksmessu árið 2004 og tók við sem prestur safnaðarins á Íslandi 4. júní 2005. Hann starfar sem prestur sóknar Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og í Færeyjum en þar var sókn stofnuð í júlí á þessu ári. Séra Timur segir starfsemi safnaðarins vera virka þótt söfnuðurinn sé ekki fjölmennur. Hagstofa Íslands segir að skráðir safnaðarmeðlimir hafi verið 685 um síðustu áramót. „Engu að síður er heildarfjöldi í Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi um 1.050 meðlimir. Mismunurinn eru aðallega bræður okkar og systur frá Serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Þannig hefur rétttrúnaðarkirkjan okkar fjölmenningarlega vídd. Við síðustu páskamessu vorum við með guðspjallalestur á 17 þjóðtungum fyrir fullri Dómkirkjunni í Reykjavík,“ segir hann. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi á gott og mikilvægt samstarf við önnur trúfélög hér á landi, svo sem Þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna. „Við vinnum mjög vel með kristnum bræðrum okkar og systrum. Sóknin okkar er þátttakandi í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Við eigum afar gott samstarf við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, og Davíð B. Tencer, biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar hér. Þökk sé góðum vilja íslensku Þjóðkirkjunnar að við getum fagnað páskamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík, auk þess sem Rómversk-kaþólska kirkjan á Íslandi hefur leyft okkur að halda jól í Landakotskirkju samkvæmt okkar hefð.“ david@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Í dag, 14. október, er Verndarhátíð heilagrar guðsmóður að trúarsið Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Líkt og víða um heim er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík. Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi segir að uppruna hátíðarinnar megi rekja til 10. aldar þegar sameiginlegur her Rússa og víkinga sem nefndir voru Væringjar sátu um Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins (Býsansríkisins). „Her Grikkja var þá bundinn annars staðar í heimsveldinu vegna innrásar múslima og engrar aðstoðar að vænta frá öðrum. Borgarbúar komu þá saman til bæna í Blachernae-kirkjunni, kirkju hinnar blessuðu Maríu meyjar. Undir bænum sá Andrei Yurodivy, fyrrverandi þræll frá Novgorod, hvar María mey nálgaðist miðju kirkjunnar, kraup niður og var lengi á bæn fyrir alla sanntrúaða. Andlit hennar var þakið tárum. Hún breiddi síðan blæju sína yfir fólk því til verndar,“ segir séra Timur. „Eftir að guðsmóðirin birtist trúuðum var allri hættu afstýrt og borginni hlíft við blóðsúthellingum og þjáningum. Umsátursherir drógu sig til baka þegar þeir töldu dauða borgarinnar óhjákvæmilegan.“ Séra Timur segir að þessi hátíð minni á að fyrir meira en þúsund árum voru náin tengsl á milli þjóða Rússlands, sem þá var kallað Garðaríki, og Norðurlandanna. Útbreiðsla kristinnar trúar hófst síðan í Rússlandi sem tók kristna trú árið 988 og á Íslandi var kristni lögtekin árið 1000. Hann segir að Grikkir hafi gleymt að mestu þessari sögu þegar guðsmóðirin birtist í Miklagarði, en meðal Rússa varð hún mjög þekkt. Verndarhátíðin varð síðan vinsæl í Rússlandi. „Rússar muna hvernig María mey bjargaði höfuðborg þessa heimsveldis. Til að mynda eru margar rússneskar kirkjur tileinkaðar þessum atburði. Ein fallegasta kirkja Rússa, Pokrovsky-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu, sem einnig er þekkt sem St. Basil dómkirkjan, er tileinkuð þessum merka viðburði, sem tengdi svo vel örlög Skandinavíu og Rússlands.“ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var opinberlega skráð á Íslandi í september árið 2001 eftir að fólk búsett hér á landi hafði beðið patríarka kirkjunnar í Moskvu að senda þeim prest fyrir safnaðarstarf hér á landi. Trúfélagið sem ber formlega heitið „Söfnuður heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík“ hefur aðsetur í Nikulásarkirkju að Öldugötu 44 í Reykjavík. Séra Timur (eða Tímóteus) Zolotuskiy, sem er 51 árs, á ættir að rekja til Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Hann var skipaður af patríarkanum í Moskvu og hinu heilaga kirkjuráði á Þorláksmessu árið 2004 og tók við sem prestur safnaðarins á Íslandi 4. júní 2005. Hann starfar sem prestur sóknar Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og í Færeyjum en þar var sókn stofnuð í júlí á þessu ári. Séra Timur segir starfsemi safnaðarins vera virka þótt söfnuðurinn sé ekki fjölmennur. Hagstofa Íslands segir að skráðir safnaðarmeðlimir hafi verið 685 um síðustu áramót. „Engu að síður er heildarfjöldi í Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi um 1.050 meðlimir. Mismunurinn eru aðallega bræður okkar og systur frá Serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Þannig hefur rétttrúnaðarkirkjan okkar fjölmenningarlega vídd. Við síðustu páskamessu vorum við með guðspjallalestur á 17 þjóðtungum fyrir fullri Dómkirkjunni í Reykjavík,“ segir hann. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi á gott og mikilvægt samstarf við önnur trúfélög hér á landi, svo sem Þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna. „Við vinnum mjög vel með kristnum bræðrum okkar og systrum. Sóknin okkar er þátttakandi í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Við eigum afar gott samstarf við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, og Davíð B. Tencer, biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar hér. Þökk sé góðum vilja íslensku Þjóðkirkjunnar að við getum fagnað páskamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík, auk þess sem Rómversk-kaþólska kirkjan á Íslandi hefur leyft okkur að halda jól í Landakotskirkju samkvæmt okkar hefð.“ david@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira