Vill stefnumótun um samskipti á íslensku Ari Brynjólfsson skrifar 14. október 2019 06:00 Hjalti segir íslenskuna ekki erfiðari en önnur tungumál. Fréttablaðið/Sigurður „Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“ Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira