Íslensk fegurðardrottning í myndbandi úkraínskrar Eurovision-stjörnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2019 20:00 Hulda Vigdísardóttir stökk á tækifærið að leika í myndbandi Eurovision stjörnunnar Alekseev. Samsett Facebook/Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir leikur stórt hlutverk í nýju myndbandi frá tónlistarmanninum Alekseev, sem tekið var upp á Íslandi. Alekseev er Úkraínumaður sem heitir fullu nafni Nikita Vladomir Alekseev. Lagið Камень и Вода var sett á Youtube þann 10. október og hefur það verið spilað meira en 1,3 milljón sinnum á Youtube á fimm dögum. „Ég fékk skilaboð á Facebook frá Hero á Íslandi um það hvort að ég hefði áhuga á að leika í tónlistarmyndbandinu og hvort ég væri heima á þessum tíma,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hulda er málfræðingur, fyrirsæta og fegurðardrottning hefur áður leikið í erlendum tónlistarmyndböndum og tekið að sér fyrirsætuverkefni fyrir erlenda aðila, bæði hér heima og erlendis. Myndbandið við þetta lag var tekið upp á Íslandi í ágúst á þessu ári.„Þau vildu hafa alveg myrkur svo þetta var tekið upp um miðja nótt. Það er náttúrulega svo bjart í ágúst að við þurftum að bíða frekar lengi.“ Titil lagsins væri hægt að þýða sem Steinn og vatn en það var Alan Badoev sem leikstýrði myndbandinu. „Þetta var ótrúlega gaman, sérstaklega þar sem leikstjórinn sem var svo lifandi einhvern vegin. Það voru smá tungumálaerfiðleikar þar sem þau töluðu ekki alveg nógu góða ensku, en oft þurfti að leika til að koma skilaboðum til skila.“Spurðu um Ísland og álfa Alekseev keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2018 fyrir Hvíta-Rússland með lagið Forever. Hann komst ekki upp úr undanúrslitakvöldinu í keppnninni í Portúgal. Alekseev er fæddur árið 1993 en vakti fyrst athygli árið 2014 þegar hann keppti í hæfileikakeppninni The Voice of Ukraine. Hulda viðurkennir að hafa ekki vitað hver Alekseev væri fyrr en henni var boðið að leika í myndbandinu. „Hann var mjög fínn, hafði mikinn áhuga á Íslandi. Hann kom með teymi með sér og förðunarfræðingurinn hafði mjög mikinn áhuga á Íslandi og álfatrú og spurði mikið um það.“ Hulda segir að það hafi komið sér mikið á óvart hversu mikla spilun myndbandið hefur fengið. „Ég var í öðru verkefni úti á Kýpur og hafði því engan tíma til að kíkja á þetta, þegar ég leit á þetta í gær var komin 1,3 milljón og þetta var frumsýnt 10. október. Ég var mjög hissa, bjóst ekki við því.“Hulda í myndbandinuSkjáskot/YoutubeSkáldsaga á leiðinni Hún segir að þetta myndband hafi verið frábært tækifæri og gæti líka mögulega opnað einhverjar dyr í framtíðinni. Hulda keppti í Miss Univers Iceland árið 2019 og vakti þar mikla athygli og hlaut titilinn Queen Beauty Iceland 2020. Hún verður því fulltrúi Íslands í alþjóðlegu keppninni Queen Beauty Universe á næsta ári. Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe á þessu ári svo Hulda stefnir á að verja titilinn. „Ég keppi á næsta ári á Miami, það verður næsta sumar. Það er ekki komin dagsetning ennþá en það verður líklega í júlí,“ segir Hulda sem er mjög þakklát fyrir að hafa tekið þátt í keppninni hér heima. „Þetta hefur breytt lífi mínu á mjög margan hátt, frábært tengslanet og yndislegar stelpur. Það er eiginlega mesti sigurinn í þessu, allar vinkonurnar sem maður eignast.“Förðunarfræðingurinn sem farðaði Huldu fyrir myndbandið spurði hana mikið um álfa.Skjáskot/YoutubeHulda er yngsta manneskjan á Íslandi sem lokið hefur meistaragráðu í íslenskri málfræði og er einnig með háskólagráðu í þýsku. Hún þýddi einmitt ævintýrið Hnotubrjótinn úr þýsku yfir á íslensku, sem hafði aldrei verið gert áður. „Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og er núna að gera skáldsögu. Svo byrjaði ég í haust í talmeinafræði, það var líka eitthvað sem ég stefndi alltaf á. Ég tók gráðu í málfræði fyrir þremur árum og fór svo að vinna á auglýsingastofu í tvö ár. Ég ætlaði samt alltaf í talmeinafræði og byrjaði í undirbúningsnáminu núna í haust og stefni á að klára það.“ Miss Universe Iceland Tónlist Tengdar fréttir Besta ákvörðun í lífinu að taka þátt Hin 22 ára gamla Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe sem fram fór í Flórídaríki í Bandaríkjunum í júlí. 2. september 2019 15:30 Fór í fimm mánaða heimsreisu og kláraði masterspróf á meðan Hulda Vigdísardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hulda er yngsta manneskjan á Íslandi til að ljúka Mestersgráðu í íslenskri málfræði og er hún líka með háskólagráðu í þýsku. 22. ágúst 2019 20:00 Með meistaragráðu í málfræði í Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir kláraði mastersgráðu í málfræði 22 ára gömul og keppir nú í Miss Universe Iceland. 15. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hulda Vigdísardóttir leikur stórt hlutverk í nýju myndbandi frá tónlistarmanninum Alekseev, sem tekið var upp á Íslandi. Alekseev er Úkraínumaður sem heitir fullu nafni Nikita Vladomir Alekseev. Lagið Камень и Вода var sett á Youtube þann 10. október og hefur það verið spilað meira en 1,3 milljón sinnum á Youtube á fimm dögum. „Ég fékk skilaboð á Facebook frá Hero á Íslandi um það hvort að ég hefði áhuga á að leika í tónlistarmyndbandinu og hvort ég væri heima á þessum tíma,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hulda er málfræðingur, fyrirsæta og fegurðardrottning hefur áður leikið í erlendum tónlistarmyndböndum og tekið að sér fyrirsætuverkefni fyrir erlenda aðila, bæði hér heima og erlendis. Myndbandið við þetta lag var tekið upp á Íslandi í ágúst á þessu ári.„Þau vildu hafa alveg myrkur svo þetta var tekið upp um miðja nótt. Það er náttúrulega svo bjart í ágúst að við þurftum að bíða frekar lengi.“ Titil lagsins væri hægt að þýða sem Steinn og vatn en það var Alan Badoev sem leikstýrði myndbandinu. „Þetta var ótrúlega gaman, sérstaklega þar sem leikstjórinn sem var svo lifandi einhvern vegin. Það voru smá tungumálaerfiðleikar þar sem þau töluðu ekki alveg nógu góða ensku, en oft þurfti að leika til að koma skilaboðum til skila.“Spurðu um Ísland og álfa Alekseev keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2018 fyrir Hvíta-Rússland með lagið Forever. Hann komst ekki upp úr undanúrslitakvöldinu í keppnninni í Portúgal. Alekseev er fæddur árið 1993 en vakti fyrst athygli árið 2014 þegar hann keppti í hæfileikakeppninni The Voice of Ukraine. Hulda viðurkennir að hafa ekki vitað hver Alekseev væri fyrr en henni var boðið að leika í myndbandinu. „Hann var mjög fínn, hafði mikinn áhuga á Íslandi. Hann kom með teymi með sér og förðunarfræðingurinn hafði mjög mikinn áhuga á Íslandi og álfatrú og spurði mikið um það.“ Hulda segir að það hafi komið sér mikið á óvart hversu mikla spilun myndbandið hefur fengið. „Ég var í öðru verkefni úti á Kýpur og hafði því engan tíma til að kíkja á þetta, þegar ég leit á þetta í gær var komin 1,3 milljón og þetta var frumsýnt 10. október. Ég var mjög hissa, bjóst ekki við því.“Hulda í myndbandinuSkjáskot/YoutubeSkáldsaga á leiðinni Hún segir að þetta myndband hafi verið frábært tækifæri og gæti líka mögulega opnað einhverjar dyr í framtíðinni. Hulda keppti í Miss Univers Iceland árið 2019 og vakti þar mikla athygli og hlaut titilinn Queen Beauty Iceland 2020. Hún verður því fulltrúi Íslands í alþjóðlegu keppninni Queen Beauty Universe á næsta ári. Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe á þessu ári svo Hulda stefnir á að verja titilinn. „Ég keppi á næsta ári á Miami, það verður næsta sumar. Það er ekki komin dagsetning ennþá en það verður líklega í júlí,“ segir Hulda sem er mjög þakklát fyrir að hafa tekið þátt í keppninni hér heima. „Þetta hefur breytt lífi mínu á mjög margan hátt, frábært tengslanet og yndislegar stelpur. Það er eiginlega mesti sigurinn í þessu, allar vinkonurnar sem maður eignast.“Förðunarfræðingurinn sem farðaði Huldu fyrir myndbandið spurði hana mikið um álfa.Skjáskot/YoutubeHulda er yngsta manneskjan á Íslandi sem lokið hefur meistaragráðu í íslenskri málfræði og er einnig með háskólagráðu í þýsku. Hún þýddi einmitt ævintýrið Hnotubrjótinn úr þýsku yfir á íslensku, sem hafði aldrei verið gert áður. „Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og er núna að gera skáldsögu. Svo byrjaði ég í haust í talmeinafræði, það var líka eitthvað sem ég stefndi alltaf á. Ég tók gráðu í málfræði fyrir þremur árum og fór svo að vinna á auglýsingastofu í tvö ár. Ég ætlaði samt alltaf í talmeinafræði og byrjaði í undirbúningsnáminu núna í haust og stefni á að klára það.“
Miss Universe Iceland Tónlist Tengdar fréttir Besta ákvörðun í lífinu að taka þátt Hin 22 ára gamla Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe sem fram fór í Flórídaríki í Bandaríkjunum í júlí. 2. september 2019 15:30 Fór í fimm mánaða heimsreisu og kláraði masterspróf á meðan Hulda Vigdísardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hulda er yngsta manneskjan á Íslandi til að ljúka Mestersgráðu í íslenskri málfræði og er hún líka með háskólagráðu í þýsku. 22. ágúst 2019 20:00 Með meistaragráðu í málfræði í Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir kláraði mastersgráðu í málfræði 22 ára gömul og keppir nú í Miss Universe Iceland. 15. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Besta ákvörðun í lífinu að taka þátt Hin 22 ára gamla Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe sem fram fór í Flórídaríki í Bandaríkjunum í júlí. 2. september 2019 15:30
Fór í fimm mánaða heimsreisu og kláraði masterspróf á meðan Hulda Vigdísardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hulda er yngsta manneskjan á Íslandi til að ljúka Mestersgráðu í íslenskri málfræði og er hún líka með háskólagráðu í þýsku. 22. ágúst 2019 20:00
Með meistaragráðu í málfræði í Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir kláraði mastersgráðu í málfræði 22 ára gömul og keppir nú í Miss Universe Iceland. 15. ágúst 2018 14:45
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“