Lífið

Besta ákvörðun í lífinu að taka þátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hulda var ótrúlega sátt með árangurinn og keppnina.
Hulda var ótrúlega sátt með árangurinn og keppnina.
Hin 22 ára gamla Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe sem fram fór í Flórídaríki í Bandaríkjunum í júlí.Hulda Vigdísardóttir, Miss 101 Reykjavík, var krýnd Queen Beauty Universe í Miss Universe Iceland keppninni á laugardagskvöldið en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi úr Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Hulda ætlar að sjálfsögðu að verja titilinn fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu keppninni.„Ef hún fær að krýna mig þá væri það bara geggjað,“ sagði Hulda eftir keppnina á laugardagskvöldið.„Ég er ekki ennþá búin að átta mig á þessu og er svona hægt og rólega að fatta þetta. Sunneva er líka mjög góð vinkona mín og því er þetta svona extra skemmtilegt út af því.“Hulda tók þátt í Miss Universe í ár annað árið í röð.„Ég þroskaðist ótrúlega mikið á þessu og lærði alveg heilan helling. Þetta var bara besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu og ég mæli með þessu fyrir alla. Ég búin að eignast 21 nýja bestu vinkonu og í raun bara systur. Ég er einkabarn og núna á ég 21 systur. Ég er svo þakklát og get varla talað núna, mér finnst ég vera dreyma.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Huldu en það hefst þegar um tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.