Iðnaðarráðherra segir að bæta þurfi dreifikerfi raforku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 19:30 Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún. Byggðamál Orkumál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún.
Byggðamál Orkumál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira