Lífið

Hittum verndara kanínanna og fornbílakarl í Elliðaárdal

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigrún Ragna Helgadóttir ólst upp í stöðvarstjórahúsinu við rafstöðina.
Sigrún Ragna Helgadóttir ólst upp í stöðvarstjórahúsinu við rafstöðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson

Leyndardómar Elliðaárdals, helstu perlu Reykjavíkur, verða viðfangsefni fyrsta þáttar vetrarins í þáttaröðinni „Um land allt“ á Stöð 2, sem sýndur verður á mánudagskvöld. Þar fá áhorfendur að kynnast mannlífi á bökkum Elliðaánna fyrr og nú í fylgd Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts.

Farið verður inn í Elliðaárstöð þar sem Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, fer yfir sögu hennar og segir frá framtíðaráformum um nýtingu rafstöðvarinnar. Fyrrum íbúar í stöðinni rifja upp hvernig lífið var í dalnum á árum áður.

Hallur Heiðar Hallsson, íbúi á Skálará neðan Stekkjarbakka, annast um kanínurnar. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Við skoðum Sveinbjörnslund í Ártúnsbrekku í fylgd Jóns Sveinbjörnssonar guðfræðiprófessors, sem sýnir okkur hæsta tré Reykjavíkur, en Jón hefur búið í dalnum í 85 ár. 

Þá hittum við Ársæl Árnason, einn stofnenda Fonbílaklúbbsins, sem dundar sér við að gera upp gamla bíla í bílskúr við heimili sitt, Hraunteigi, við hlið Árbæjarstíflu. 

Við forvitnumst um allar kanínurnar sem orðnar eru áberandi í dalnum og ræðum við verndara þeirra, Hall Heiðar Hallsson, sem býr í húsinu Skálará neðan Stekkjarbakka.


Rafstöðin við Elliðaár verður skoðuð og sagt frá framtíðaráformum Oruveitu Reykjavíkur um nýtingu hennar. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Þá kynnumst við því hvernig dalurinn hefur á fáum áratugum breyst úr gróðurvana svæði í einn mesta skógarsal landsins og hvernig hann nýtist borgarbúum jafnt sem náttúruparadís og auðlindauppspretta. 

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld, 21. október, klukkan 19.25. Hér má sjá sýnishorn: Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.