Eliza Reid í New York Times: „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns“ Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 18:35 Forsetahjónin á góðri stundu. Vísir/Vilhelm Endurskoða þarf viðhorf og væntingar til maka ráðamanna sem eru í flestum tilfellum konur. Þetta skrifar Eliza Reid, forsetafrú Íslands, í aðsendri grein sem birtist í bandaríska blaðinu New York Times í dag. „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ skrifar Eliza sem telur telur hlutverk maka ráðamanna skrýtið og óskilgreint enn í dag. Forsetafrúin leggur út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, birti af nokkrum eiginkonum þjóðarleiðtoga á G7-ráðstefnunni í Frakklandi í sumar. Lýsti Tusk myndinni sem „Ljósu hlið Máttarins“ og vísaði þar til Stjörnustríðssagnabálksins. Eliza segist hafa fengið aulahroll yfir myndinni. Dapurlegt sé að sjá sjálfsstæðar og gáfaðar konur smættaðar niður í leikmuni sem hafi það eitt hlutverk að styðja stjórnmálastefnu eiginmanna sinna. Spyr forsetafrúin sig hvort að hún eigi þátt í að viðhalda staðalmyndum um að konur séu mýkri hlið valds eiginmanna sinna þegar hún ferðast með Guðna Th. Jóhannesssyni, forseta.Eimir eftir að gömlum viðhorfum Segist Eliza hafa glímt við þverstæður hlutverks forsetafrúar frá því að Guðni var kjörinn forseti árið 2016. Það hafi gefið henni tækifæri til að láta rödd sína heyrast, vekja athygli á málefnum sem hún telur mikilvæg, hitta áhrifamikið fólk og eiga ógleymanlegar upplifanir um allan heim. „Engu að síður, jafnvel á framsækna Íslandi og sannarlega erlendis, eimir enn eftir úreltum ályktunum um hvað ég ætti að gera og hvernig ég ætti að hegða mér sem eru í besta falli óþægilegar og í versta falli hreinlega andstyggilegar fyrir femínískt eðli mitt,“ skrifar forsetafrúin. Hún telji það heiður og forréttindi að þjóna landinu þar sem hún settist að. Engu að síður gremst henni þegar gert er ráð fyrir nærveru hennar í stað þess að beðið sér um hana. „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann rýkur út um dyrnar og er þögul til sýnis við hlið hans þegar hann kemur opinberlega fram,“ skrifar Eliza. Henni þyki óþægilegt þegar ókunnugir segi hann hvernig hún eigi að klæða sig, greiðar sér og hver hugsi um fjögur börn þeirra Guðna í þau fáu skipti sem hún ferðast ein sem forsetafrú. Í þau fáu skipti sem hún sé spurð út í starfsferil sé það alltaf í þátíð þrátt fyrir að hún hafi haldið áfram að vinna að miklu leyti eftir að hún varð forsetafrú. „Eitt og sér eru þetta ómerkilegir útúrdúrar en stundum getur tilfinning verið eins og sjálfsmynd mín sé bæld með þúsund pappírsskurðum. Mér finnst stundum erfitt að aðalgast þeim raunveruleika að oftast sér fólk mig sem forsetafrú frekar en mig sjálfa,“ skrifar hún.Meðvituð um forréttindastöðu sína Aðrar eiginkonur þjóðhöfðingja kannast við þessar tilfinningar, að sögn Elizu. Hún segist engu að síður meðvituð um að hún sé í þeirri forréttindastöðu að taka þátt í að móta umræðuna um jafnrétti kynjanna í krafti þess sem eiginmaður hennar hefur áorkað. „En svo lengi sem samfélagið þarf áfram á návist fólks eins og mín að halda, ókjörinna maka sem fá ekki greitt, sem einhvers konar nauðsynlegrar gluggauppstillingar fyrir þjóðmálin ber okkur skylda til að endurskoða væntingar okkar og fordóma um þetta fylgdarfólk sem er of oft konur,“ skrifar Eliza. „Ég er gríðarlega stolt af eiginmanni mínum og afrekum hans en enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ segir forsetafrúin. Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. 2. september 2019 11:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Endurskoða þarf viðhorf og væntingar til maka ráðamanna sem eru í flestum tilfellum konur. Þetta skrifar Eliza Reid, forsetafrú Íslands, í aðsendri grein sem birtist í bandaríska blaðinu New York Times í dag. „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ skrifar Eliza sem telur telur hlutverk maka ráðamanna skrýtið og óskilgreint enn í dag. Forsetafrúin leggur út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, birti af nokkrum eiginkonum þjóðarleiðtoga á G7-ráðstefnunni í Frakklandi í sumar. Lýsti Tusk myndinni sem „Ljósu hlið Máttarins“ og vísaði þar til Stjörnustríðssagnabálksins. Eliza segist hafa fengið aulahroll yfir myndinni. Dapurlegt sé að sjá sjálfsstæðar og gáfaðar konur smættaðar niður í leikmuni sem hafi það eitt hlutverk að styðja stjórnmálastefnu eiginmanna sinna. Spyr forsetafrúin sig hvort að hún eigi þátt í að viðhalda staðalmyndum um að konur séu mýkri hlið valds eiginmanna sinna þegar hún ferðast með Guðna Th. Jóhannesssyni, forseta.Eimir eftir að gömlum viðhorfum Segist Eliza hafa glímt við þverstæður hlutverks forsetafrúar frá því að Guðni var kjörinn forseti árið 2016. Það hafi gefið henni tækifæri til að láta rödd sína heyrast, vekja athygli á málefnum sem hún telur mikilvæg, hitta áhrifamikið fólk og eiga ógleymanlegar upplifanir um allan heim. „Engu að síður, jafnvel á framsækna Íslandi og sannarlega erlendis, eimir enn eftir úreltum ályktunum um hvað ég ætti að gera og hvernig ég ætti að hegða mér sem eru í besta falli óþægilegar og í versta falli hreinlega andstyggilegar fyrir femínískt eðli mitt,“ skrifar forsetafrúin. Hún telji það heiður og forréttindi að þjóna landinu þar sem hún settist að. Engu að síður gremst henni þegar gert er ráð fyrir nærveru hennar í stað þess að beðið sér um hana. „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann rýkur út um dyrnar og er þögul til sýnis við hlið hans þegar hann kemur opinberlega fram,“ skrifar Eliza. Henni þyki óþægilegt þegar ókunnugir segi hann hvernig hún eigi að klæða sig, greiðar sér og hver hugsi um fjögur börn þeirra Guðna í þau fáu skipti sem hún ferðast ein sem forsetafrú. Í þau fáu skipti sem hún sé spurð út í starfsferil sé það alltaf í þátíð þrátt fyrir að hún hafi haldið áfram að vinna að miklu leyti eftir að hún varð forsetafrú. „Eitt og sér eru þetta ómerkilegir útúrdúrar en stundum getur tilfinning verið eins og sjálfsmynd mín sé bæld með þúsund pappírsskurðum. Mér finnst stundum erfitt að aðalgast þeim raunveruleika að oftast sér fólk mig sem forsetafrú frekar en mig sjálfa,“ skrifar hún.Meðvituð um forréttindastöðu sína Aðrar eiginkonur þjóðhöfðingja kannast við þessar tilfinningar, að sögn Elizu. Hún segist engu að síður meðvituð um að hún sé í þeirri forréttindastöðu að taka þátt í að móta umræðuna um jafnrétti kynjanna í krafti þess sem eiginmaður hennar hefur áorkað. „En svo lengi sem samfélagið þarf áfram á návist fólks eins og mín að halda, ókjörinna maka sem fá ekki greitt, sem einhvers konar nauðsynlegrar gluggauppstillingar fyrir þjóðmálin ber okkur skylda til að endurskoða væntingar okkar og fordóma um þetta fylgdarfólk sem er of oft konur,“ skrifar Eliza. „Ég er gríðarlega stolt af eiginmanni mínum og afrekum hans en enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ segir forsetafrúin.
Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. 2. september 2019 11:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. 2. september 2019 11:00