Aðgerðin spurðist út til fjölskyldumeðlima í gegnum fjöldapóst frá ráðgjafa Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2019 10:45 Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa. Vísir/Ernir Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga. Persónuvernd Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga.
Persónuvernd Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira