Innlent

Sex milljónir til Steinunnar vegna styttnanna á þaki Arnar­hvols

Atli Ísleifsson skrifar
Listaverkið nefnist Tákn.
Listaverkið nefnist Tákn. vísir/einar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita sex milljónum króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur til að listaverkið „Tákn“, sem stendur á þakbrún Arnarhvols, geti verið upp í eitt ár til viðbótar eða til októbermánaðar 2020.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, en Arnarhvoll hýsir starfsemi ráðuneytisins.

„Listaverkið er af ellefu mannverum í líkamsstærð og hefur hlotið verðskuldaða athygli frá því verkið var sett upp í maí sl. Innsetningin tengist því að á árinu 2019 varpar Listasafn Reykjavíkur ljósi á list í almenningsrými.

Steinunn Þórarinsdóttir hefur verið starfandi myndlistarmaður í um 40 ár og hefur unnið að fígúratífum skúlptúrum frá byrjun síns ferils,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.