Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur á jörðinni Leyni byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu í óleyfi. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins Frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við ræðum einnig við þingmann Miðflokksins sem vill nýja skýrslu um EES-samstarfið, kynnum okkur ný rafræn ökuskírteini í Noregi og ræðum við lækni um góðan árangur í hjartalokuaðgerðum á Íslandi á síðustu árum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×