Lífið

Setti sér markmið að fá tilnefningu en endaði með því að vinna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Ýr er ein vinsælasta söngkona landsins.
Guðrún Ýr er ein vinsælasta söngkona landsins.
Þátturinn Framkoma var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi en þar fylgdist Fannar Sveinsson með fréttakonunni Jóhönnu Vigdísi, söngkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, og leikaranum Aroni Má Ólafssyni áður en þau komu fram í sínu starfi.

Fyrr á þessu ári vann Guðrún Ýr íslensku tónlistarverðlaunin en hún var valinn söngkona ársins, vann fyrir popplag ársins, poppmyndband ársins og plata ársins.

„Þetta var svo geggjað. Árið áður hafði ég verið tilnefnd sem nýliði ársins og ég setti mér eiginlega bara markmið að á næsta ári ætlaði ég að vera tilnefnd sem söngkona ársins,“ segir Guðrún.

Hún segist fá metnaðinn úr fótboltanum en hún spilaði á sínum tíma með Aftureldingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.