Innlent

Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Víðines
Víðines vísir/hanna
Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð.

Í húsnæði borgarinnar í Víðinesi hefur heimilislausum boðist að leigja herbergi en íbúar þar hafa gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir úrræðaleysi og lýst áhyggjum af stöðu sinni. Sumir sem þar hafa nú skjól yfir höfuðið höfðust áður við á tjaldstæðinu í Laugardal.

Sjá einnig: Heimilislausir í Víðinesi eru uggandi

„Þar erum við að hugsa um eins konar áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr áfengismeðferð eða vímuefnameðferð. Þar sem að það hefur verið svolítil vöntun á því þegar þú vilt komast í bata að fá svolítið lengri tíma til að ná sér og læra aftur að halda heimili og allt það sem að því fylgir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs.

Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar.fréttablaðið/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×