Innlent

Bein útsending: Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2018 verður til umfjöllunar á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem hefst klukkan níu. Gestir nefndarinnar verða Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Maren Albertsdóttir, aðstoðarmaður umboðsmanns, og Björn Friðrik Brynjólfsson sérfræðingur.

Venju samkvæmt koma árskýrslur umboðsmanns til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Líklega verða upplýsinga- og frelsismál og heilbrigðistengd réttindi ofarlega á baugi á fundinum á morgun að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns nefndarinnar.

„Ég vil helst sjá til þess að umboðsmaður hafi nægilega gott rými til að sinna sínu starfi og ég vil tala við hann um hvernig nefndin sjálf getur staðið við bakið á umboðsmanni,“ segir Þórhildur Sunna.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás þingsins. Fundurinn fer fram í húsnæði nefndarsviðs Alþingis við Austurstræti og verður opinn fjölmiðlum og almenningi á meðan húsrúm leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×