Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 06:30 Verjendurnir greina fjölmiðlum frá því á sínum tíma að þeir hafi sagt sig frá Al Thani-málinu. Fréttablaðið/Pjetur Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið. Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið.
Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30