Lífið

Will Smith gekk til liðs við Slow Mo Guys

Samúel Karl Ólason skrifar
Will Smith með eldvörpu.
Will Smith með eldvörpu.
Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys. Í nýjasta innslagi þeirra hefur „Gav“ verið leystur af og þá af engum öðrum en stórleikaranum Will Smith.Tilefnið er útgáfa nýjustu kvikmyndar Smith, Gemini man.Smith fékk það hlutverk að stúta melónu með sleggju og svo annarri melónu með sverði. Meðal annars beitti hann einnig eldvörpu á gínu með mynd af hans eigin andliti.Auðvitað var allt þetta tekið upp í háhraða og sýnt hægt, eins og Slow Mo Guys er einum lagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.