Lífið

Gekk til móður sinnar í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Á meðan Courtne Kube var að reyna að útskýra nýjustu vendingar í Sýrlandi kom drengurinn askvaðandi inn á settið og virtist hann vilja komast í fang móður sinnar.
Á meðan Courtne Kube var að reyna að útskýra nýjustu vendingar í Sýrlandi kom drengurinn askvaðandi inn á settið og virtist hann vilja komast í fang móður sinnar.

Sonur fréttakonunnar Courtne Kube gekk inn á sjónvarpssett hennar þegar hún var í beinni útsendingu á MSNBC í kvöld. Á meðan hún var að reyna að útskýra nýjustu vendingar í Sýrlandi kom drengurinn askvaðandi inn á settið og virtist hann vilja komast í fang móður sinnar.

„Afsakið, börnin mín eru hérna. Bein útsending,“ sagði Kube áður en skipt var yfir á kort af Sýrlandi.

MSNBC tísti myndbandi af atvikinu í kvöld með textanum: „Stundum gerast óvæntar fréttir á meðan þú ert að flytja fréttirnar.“

Netverjar voru fljótir að líkja atvikinu við það þegar börn Robert E. Kelly gengu (og rúlluðu) með stíl inn í viðtal hans á BBC árið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.