Eldhús eru hjarta heimilisins Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 30. september 2019 09:00 Ragnheiður Sverrisdóttir er innanhússarkitekt og hefur starfað sjálfstætt við hönnun síðan 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira