Eldhús eru hjarta heimilisins Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 30. september 2019 09:00 Ragnheiður Sverrisdóttir er innanhússarkitekt og hefur starfað sjálfstætt við hönnun síðan 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira