Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Farið verður yfir skipulag lögreglumála í landinu í fréttatímanum og mögulegar breytingar fram undan. Þá verður rætt við forfallinn unnanda rafhlaupahjóla. Slíkir fararskjótar verða sífellt algengari sjón í Reykjavík og búast má við að vinsældirnar aukist enn þar sem fyrsta rafhlaupahjólaleigan var opnuð fyrir helgi. Við ræðum við borgarfulltrúa í beinni útsendingu um málið.

Einnig kynnum við okkur mögulegar framkvæmdir við rafhleðslustöð fyrir farþegaskip í Sundahöfn og nýjar neðanjarðarlestarstöðvar í Kaupmannahöfn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×