Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:30 Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik. Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik.
Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira