Innlent

Shooters burt úr Austurstræti

Björn Þorfinnsson skrifar
Kampavínsklúbburinn Shooters mun hætta rekstri í Austurstræti.
Kampavínsklúbburinn Shooters mun hætta rekstri í Austurstræti.
Kampavínsklúbburinn Shooters mun hverfa á brott úr húsnæði við Austurstræti 12a í lok þessa mánaðar. Um er að ræða einn alræmdasta skemmtistað landsins en lögregluyfirvöld hafa ítrekað haft afskipti af rekstrinum síðan staðurinn var opnaður fyrir rúmum fimm árum. Um árabil hefur grunur verið um að vændisstarfsemi þrífist þar innandyra.

Síðast í febrúar síðastliðnum gerði lögreglan húsleit á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna slíkrar rannsóknar.

Rekstrarfélag Shooters hefur leigt Austurstræti 12a af Reitum fasteignafélagi hf. Forstjóri fyrirtækisins, Guðjón Auðunsson, staðfesti brotthvarf Shooters í skriflegu svari. Þá sagði hann það ekki samrýmast stefnu Reita um samfélagslega ábyrgð að leigja húsnæði í eigu fyrirtækisins undir hvaða starfsemi sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×