Kirkja og ríki hafi hag af aðskilnaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. september 2019 06:30 Tillagan gerir ráð fyrir fullum aðskilnaði fyrir árið 2034. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
„Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira