Innlent

Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölgun í Strætó er vel umfram fjölgun íbúa.
Fjölgun í Strætó er vel umfram fjölgun íbúa. Fréttablaðið/Anton

Bíllausi dagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag og í tilefni þess verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan sem Samtök um bíllausan lífstíl munu halda. Bíllausa gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. 

Milli klukkan 13.00- og 13.30 verður Miklubraut lokað fyrir umferð einkabíla frá Lönguhlíð og að Njarðargötu. Í staðinn verður gatnan opnuð öðrum vistvænum samgöngumátum sem munu aka í skrúðgöngu niður að Lækjargötu þar sem fjölbreytt dagskrá tekur við.

Í tilkynningu frá Strætó segir að vegna þess munu leiðir 1, 3 og 6 ekki geta ekið vestur um Miklubraut frá gatnamótum Lönguhlíðar á milli klukkan 12.30 og 13.30. Leiðirnar aka í staðinn hjáleið um Lönguhlíð í átt að Hlemmi.

Biðstöðvarnar Háskóli Íslands, BSÍ/Landspítalinn og Klambratún á leið í vestur verða óvirkar í eina klukkustund. Smávægileg öskun kann að myndast á leiðum 5, 11, 12, 13 og 15 á meðan á göngunni stendur.

Þá verður Lækjargata lokuð fyrir Strætó á milli klukkan 12.30 og 13.30. Leiðir 1, 3 og 6 aka Snorrabraut í stað Sæbrautar, til og frá Hlemmi. Leiðir 11, 12 og 13 aka um Snorrabraut og Gömlu Hringbraut í stað Sæbrautar, til og frá Hlemmi.

Biðstöðvarnar Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Frakkastígur, Sæbraut/Vitastígur, MR, Fríkirkjuvegur og Ráðhúsið verða óvirkar yfir þennan tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.