Innlent

Sífellt fleiri velja sér bíllausan lífsstíl

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Óvenjulegir ferðamátar voru nýttir til að komast niður eina af helstu umferðargötu borgarinnar í dag þegar Bíllausa gangan var farin. Þátttakendur voru sumir gangandi en aðrir nýttu sér hin ýmsu farartæki líkt og stultur og hjól. Tveir rafvagnar frá Strætó ráku svo lestina. Gangan var farin í tilefni af Bíllausa deginum en hann markar endapunkt Evrópsku samgönguvikunnar.

Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir gönguna vera farna til að vekja athygli á því að hægt sé að komast leiðar sinnar á margan annan hátt en með bíl. Hann segir sífellt fleiri vera að velja sér bíllausan lífsstíl. „Fólk er að koma á rafhjólum í vinnuna frá Hafnarfirði fjóra daga í vikunnar til dæmis og skilja bílinn eftir heima eða að selja annan bílinn sinn. Það er bara frábær þróun og vonandi fáum við betri innviði til að gera fleirum kleift að nýta sér þetta,“ segir Björn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×