Lífið

Ekki hægt að bera líf mitt í dag saman við tímann þegar ég var í neyslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herra Hnetusmjör og Fannar ræddu málin uppi í rúmi.
Herra Hnetusmjör og Fannar ræddu málin uppi í rúmi.
Þriðji þátturinn af Framkoma með Fannar Sveinssyni fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi og voru gestir þáttarins þau Sóli Hólm, Herra Hnetusmjör og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Herra Hnetusmjör hefur áður opnað sig um neyslutímann en hann hefur verið edrú síðan árið 2016. Hann ræddi málið við Fannar í þættinum í gær.

„Edrúmennskan er búin að hjálpa mér í öllu. Lífið sem ég á í dag er ekki hægt að bera saman við árið 2016. Ég var bara í rugli og er óvirkur alkahólisti í dag. Ég geri það sem ég þarf að gera á hverjum degi til þess að halda mínum sjúkdómi í skefjum.“

Hann segir að verkefnið sé ekki svo erfitt.

„Ég gerði bara það sem mér var sagt að gera. Ég fór í meðferð og geri síðan nokkra einfalda hluti á dag. Ég byrjaði að fikta við það að reykja gras þegar ég var í tíunda bekk og svo byrjaði ég að drekka 16 ára eins og flestir.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×