Lífið

Stal senunni á Emmy-hátíðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phoebe Waller-Bridge á sviðinu í nótt
Phoebe Waller-Bridge á sviðinu í nótt vísir/getty

Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones, Tsjernóbyl og Fleabag voru á meðal sigurvegara á Emmy-hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt.

Bretar voru fyrirferðarmiklir á hátíðinni þetta árið. Leikkonan og framleiðandinn Phoebe Waller-Bridge var verðlaunuð fyrir bestu frammistöðu í grínhlutverki, bestu grínþættina og besta grínhandritið. Hún leikur í og skrifar þáttaröðina vinsælu Fleabag sem alls vann sex verðlaun.

Fjölmiðlar um allan heim greina frá því að Bridge hafi sannarlega stolið senunni á hátíðinni í gær.

„Mér finnst leiklistin mjög erfið og mjög sársaukafull,“ sagði Bridge þegar hún vann sín önnur verðlaun í gær.


„Þetta er að verða algjörlega fáránlegt,“ segir Bridge eftir að hún tók við enn einni styttunni.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.