Lífið

Stal senunni á Emmy-hátíðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phoebe Waller-Bridge á sviðinu í nótt
Phoebe Waller-Bridge á sviðinu í nótt vísir/getty
Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones, Tsjernóbyl og Fleabag voru á meðal sigurvegara á Emmy-hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt.

Bretar voru fyrirferðarmiklir á hátíðinni þetta árið. Leikkonan og framleiðandinn Phoebe Waller-Bridge var verðlaunuð fyrir bestu frammistöðu í grínhlutverki, bestu grínþættina og besta grínhandritið. Hún leikur í og skrifar þáttaröðina vinsælu Fleabag sem alls vann sex verðlaun.

Fjölmiðlar um allan heim greina frá því að Bridge hafi sannarlega stolið senunni á hátíðinni í gær.

„Mér finnst leiklistin mjög erfið og mjög sársaukafull,“ sagði Bridge þegar hún vann sín önnur verðlaun í gær.



„Þetta er að verða algjörlega fáránlegt,“ segir Bridge eftir að hún tók við enn einni styttunni.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×