Innlent

Talinn hafa ekið blindfullur á ljósastaur og hótað lögreglu barsmíðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tæp fjögur og hálft ár er liðið síðan málið kom upp.
Tæp fjögur og hálft ár er liðið síðan málið kom upp. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sextugsaldri sætir ákæru fyrir að hafa ölvunarakstur þann 11. maí 2015 í Reykjavík, ekið á ljósastaur og þaðan á brott án þess að nema staðar og tilkynna lögreglu um atburðinn. Eftir að hafa verið handtekinn hótaði hann lögreglumönnum ofbeldi.

Aðalmeðferð í málinu fer fram fyrri hluta október í Héraðsdómi Reykjavíkur rúmum fjórum árum eftir að það kom upp. Maðurinn er annars vegar sakaður um brot gegn umferðarlögum með því að hafa ekið Nissan Patrol jeppa sínum undir áhrifum áfengis.

Vínandamagn mannsins í blóði mældist 2,85 prómill sem er langt yfir leyfilegum mörkum. Ók hann á umferðarljós með biðskyldumerki á gatnamótum Fjallkonuvegar og Gullinbrúar sem við það skemmdist. Þaðan ók hann á brott án þess að nema staðar og tilkynna atburðinn til lögreglu, eftir því sem fram kemur í ákæru.

Hins vegar er maðurinn ákærður fyrir brot á hegningarlögum með því að hafa hótað lögreglumönnum á lögreglustöðinni á Grensásvegi, sem síðan hefur verið lokað. Sagði hann við einn lögreglumann að hann hlakkaði til að hitta hann í dimmu húsasundi og við sama lögreglumann og annna að hann skyldi berja þá báða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.