Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Lögreglustjórinn á Vesturlandi segir ríkislögreglustjóra óstarfhæfan og lýsir vandanum sem djúpstæðum.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Einnig verður fjallað um gjaldþrot bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook sem hefur haft áhrif á hundruð þúsunda ferðalanga og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði samkomuna og sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg húðskammaði stjórnmálamenn.

Þá skoðum við laxastiga í Vopnafirði og fylgjumst með opinberri heimsókn íslensku forsetahjónanna til Grænlands.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.