Lífið

Of Monsters and Men slógu í gegn hjá Ellen

Stefán Árni Pálsson skrifar
OMAM fer orðið í alla helstu spjallþætti heims.
OMAM fer orðið í alla helstu spjallþætti heims.
Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Sveitin tróð upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kom fram í San Fransisco í gær.

Leiðinlegt atvik átti sér stað um helgina þegar þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar í Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann.

Sveitin var með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur var vestanhafs í gærkvöldi.

Þar tóku þau lagið nýja Alligator og gerðu það óaðfinnanlega eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.