Innlent

Hafa leitað til sérfræðinga vegna eineltismála hjá embætti ríkislögreglustjóra

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Dómsmálaráðuneytið hefur leitað til utanaðkomandi sérfræðinga vegna eineltismála hjá embætti ríkislögreglustjóra og hafa ráðgjafar meðal annars rætt við sérsveitarmenn. Dómsmálaráðherra segist líta eineltismál alvarlegum augum.  

Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna.

Greint frá frá því í dag að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar. Kvartanirnar hafi borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, staðfestir í samtali við fréttastofu í dag að slík mál væru á borði ráðuneytisins. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði dómsmálaráðuneytið í sumar til utanaðkomandi sérfræðinga á sviði mannauðsmála vegna eineltismála hjá embætti ríkislögreglustjóra og hafa ráðgjafar frá þeim meðal annars rætt við sérsveitarmenn. Áslaug Arna vildi ekki tjá sig um það en aðspurð hvort hún neitaði því sagði hún nei. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×