Landnámshænur vinsælar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2019 08:00 Valgerður á Hlyni frá Húsatóftum. Mynd/Vigdís Guðjónsdóttir Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira