Landnámshænur vinsælar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2019 08:00 Valgerður á Hlyni frá Húsatóftum. Mynd/Vigdís Guðjónsdóttir Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira