Innlent

Suðurlandsvegi lokað milli Hellu og Hvolsvallar vegna umferðarslyss

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð um miðja vegu á milil Hvolsvallar og Hellu.
Slysið varð um miðja vegu á milil Hvolsvallar og Hellu.
Suðurlandsvegi var lokað á milli Hellu og Hvolsvallar á öðrum tímanum í dag vegna umferðarslyss um miðja vegu milli bæjanna tveggja, nánar tiltekið á gatnamótum vegarins við Oddaveg nærri Oddakirkju.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi virðist bíll með hjólhýsi hafa byrjað að rása á veginum þvert á veginn með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Einn mun hafa fengið höfuðáverka en bar sig vel. Ástand annarra virðist gott.

Viðbragðsaðilar eru mættir á svæðinu. Auk lögreglumanna eru tveir sjúkrabílar á svæðinu og klippibíll frá slökkviliðinu.

Hjáleið er um Rangárvallaveg að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Uppfært klukkan 17:04

Opnað var aftur fyrir umferð um Suðurlandsveg á fjórða tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×