Innlent

Segja ráðherra vannýta tækifærið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Börn og ungmenni um allan heim skrópuðu í skólanum í dag líkt og undanfarnar vikur og mánuði til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Íslensk ungmenni voru þar engin undantekning en stór hópur kom saman á Austurvelli í hádeginu til að krefjast aðgerða. Þá funduðu aðstandendur loftslagsverkfallsins, fulltrúar sex samtaka ungmenna, með ráðherrum í ráðherrabústaðnum þar sem þess var krafist að Ísland lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsvárinnar og að þeirri yfirlýsingu fylgi aðgerðir.

Í tilkynningu frá aðstandendum loftslagsverkfallsins segir að fundurinn hefði getað markað stórt og jákvætt skref í átt að róttækum aðgerðum til framtíðarinnar en ráðherrarnir sem sóttu fundinn hafi ekki skrifað undir kröfur þeirra. Ákveðið var þó að skipuleggjendur verkfallsins kæmu að endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×