Lífið

Birtir fyrstu myndina sem var tekin af þeim saman

Sylvía Hall skrifar
Justin og Hailey halda upp á ástina um helgina.
Justin og Hailey halda upp á ástina um helgina. Vísir/Getty

Justin og Hailey Bieber eru nú í óðaönn að undirbúa brúðkaup sitt sem fer fram með pompi og prakt í Suður-Karólínu um helgina. Hamingjan virðist geisla af hjónunum, en þau fagna nú hjónabandinu með vinum og vandamönnum eftir að hafa gift sig fyrir um það bil ári síðan.

Í tilefni veislunnar birti Justin skemmtilega mynd af þeim hjónum frá fyrsta hittingi þeirra. Þar eru þau töluvert yngri en nú, hann orðinn heimsfræg stórstjarna og hún eldheitur aðdáandi hans.


 
 
 
View this post on Instagram
My wife and I :) where it all began
A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on


Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að myndin var tekin en Justin hefur sjálfur sagt að það sé algjört forgangsmál að vera hamingjusamur og sinna sambandinu. Hann hefur meira segja minnkað við sig í tónlistinni til þess að einblína á einkalífið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.