Lífið

Justin og Hailey blása til brúðkaupsveislu í næsta mánuði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Boðskortið var í myndasögustíl.
Boðskortið var í myndasögustíl. Vísir/getty

Söngvarinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Bieber sendu loks út boðskort til vina og ættingja í brúðkaupsveisluna þeirra sem haldin verður í Suður Karólínu 30. september.

Justin og Hailey eru í raun gift nú þegar því þau gengu að eiga hvort annað í september fyrir ári síðan í leynilegri athöfn. Þau hafi orðið sér úti um hjúskaparvottorð í dómshúsi í New York. Veislan verður því haldin á eins árs brúðkaupsafmæli hjónanna.

Boðskortið var í myndasögustíl með teiknuðum myndum af hjónakornunum og talblöðrum.

Hvorki Justin né Hailey virðast hafa tengsl við svæðið því Justin er fæddur og uppalinn í Canada og Hailey í New York.

Það liggur ekki fyrir hvar nákvæmlega veislan verður haldin í Suður Karólínu á austurströnd Bandaríkjanna en það sást til hjónanna vera að virða fyrir sér Palmetto Bluff í Suður-Karólínufylki.

Heimildir TMZ herma að Mindy Weiss muni skipuleggja brúðkaupið en hún hefur tekið að sér að stýra stórum viðburðum fyrir fólk á borð við Kardashian fjölskylduna.

Í síðustu viku birti Justin ljósmynd af Baldwin þar sem hann fór fögrum orðum um eiginkonu sína.

„Ég verð bara ástfangnari af þér með hverjum deginum sem líður. Það besta sem hefur nokkurn tíman hent mig er að hitta þig. Ég væri alveg ráðvilltur án þín“.


Tengdar fréttir

Hailey Bieber svarar 73 spurningum

Kanadíski poppprinsinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Baldwin gengu í það heilaga í september með leynilegri athöfn og bráðlega verður formlegt brúðkaupsveisla haldin vestanhafs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.