Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis.

Lyfjastofnun hefur innkallað algeng brjóstsviðalyf af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í dag að bandaríska fyrirtækið CVS hafi bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafi innkallað brjóstsviðalyfið Zantac. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja en nánar verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við forstjóra Lyfjastofnunar.

Við fjöllum einnig um mótmælin í Hong Kong, en átök lögreglumanna og mótmælenda í dag voru ein þau hörðustu frá því að regluleg mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. Könnunarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Í fréttatímanum verður rætt við safnastjóra sem kveðst staðráðinn í því að koma safninu upp aftur.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×