Hann var afar fjölhæfur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2019 08:00 Margrét heiðrar minningu Harðar með því að opna sýningu með verkum hans daginn sem hann hefði orðið níræður. Fréttablaðið/Anton Brink „Hörður var mikill listamaður, hann var afar fjölhæfur en aldrei að trana sér fram,“ segir Margrét Guðnadóttir þar sem hún er að hengja upp verk látins vinar síns, Harðar Haraldssonar kennara. Hann dó árið 2010 en hefði orðið níræður á morgun, 11. september. Af því tilefni verður sýning á myndverkum hans opnuð í Herberginu á Vesturgötu 4, milli klukkan 17 og 19. Hann var kennari í viðskipta-og hagfræði á Bifröst í 36 ár og teiknaði skopmyndir af nemendum skólans í árbók þerra Ecce homo. Þær eru til sýnis og líka teiknimyndaseríur af Trölla sem hann gerði fyrir sjónvarpið. Þá var Hörður margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum og Ólympíufari 1952. Einnig liðtækur í tónlist, lærði á gítar hjá Oddgeiri Kristjánssyni og spilaði sér og öðrum til ánægju alla tíð, að sögn Margrétar. „Þó hann væri kominn með Alzheimer og gæti ekki tjáð sig spilaði hann fallega, þar hafði hann engu gleymt.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hörður var mikill listamaður, hann var afar fjölhæfur en aldrei að trana sér fram,“ segir Margrét Guðnadóttir þar sem hún er að hengja upp verk látins vinar síns, Harðar Haraldssonar kennara. Hann dó árið 2010 en hefði orðið níræður á morgun, 11. september. Af því tilefni verður sýning á myndverkum hans opnuð í Herberginu á Vesturgötu 4, milli klukkan 17 og 19. Hann var kennari í viðskipta-og hagfræði á Bifröst í 36 ár og teiknaði skopmyndir af nemendum skólans í árbók þerra Ecce homo. Þær eru til sýnis og líka teiknimyndaseríur af Trölla sem hann gerði fyrir sjónvarpið. Þá var Hörður margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum og Ólympíufari 1952. Einnig liðtækur í tónlist, lærði á gítar hjá Oddgeiri Kristjánssyni og spilaði sér og öðrum til ánægju alla tíð, að sögn Margrétar. „Þó hann væri kominn með Alzheimer og gæti ekki tjáð sig spilaði hann fallega, þar hafði hann engu gleymt.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira