Þurftu að hífa úr meiri hæð en venjulega vegna nálægðar við bjargið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 08:08 Skjáskot úr myndbandinu sem sýnir þegar sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bátinn sem strandaði. Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira