Lífið

PewDiePie deilir brúðkaupsferðinni með fylgjendum sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svínn hefur efnast gríðarlega á YouTube-rás sinni.
Svínn hefur efnast gríðarlega á YouTube-rás sinni.

Felix Kjellberg, sem er betur þekktur sem PewDiePie, og Marzia Kjellberg gengu í það heilaga í London í lok ágúst.

Þau hafa verið í sambandi í átta ár en PewDiePie er ein allra vinsælasta YouTube stjarna heims með yfir hundrað milljónir fylgjenda.

Töluvert var fjallað um brúðkaupið í erlendum miðlum.

PewDiePie birti á dögunum myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann sýnir ítarlega frá brúðkaupsferðinni og fór greinilega vel um hjónin á ferðalaginu.

Meðal annars fóru þau á brimbretti á Balí og dvöldu þau aðeins á lúxushótelum. Hjónin skoðuðu eyjuna vel eins og sjá má hér að neðan.   Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.