Lífið

Geir Ólafs heillaði forseta Indlands upp úr skónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Geir alltaf góður.
Geir alltaf góður.

Forseti Indlands, Ram Nath Kovind, kom í gær í opinbera heimsókn hingað til lands ásamt eiginkonu sinni Savitu og öðru föruneyti.

Kovind hitti Indverja búsetta hér á landi og í hefst heimsóknin formlega með heimsókn á Bessastaði þar sem forseti Íslands tekur á móti forsetahjónunum.

Kovind deilir myndband á YouTube-síðu forseta Indlands frá fundi sínum með Indverjum hér á landi og má meðal annars sjá Geir Ólafsson taka lagið í myndbandinu. Forsetinn var það ánægður með frammistöðu Geirs að hann fær þann heiður að opna myndbandið hér að neðan sem er um hálftími að lengd.

Geir vakti athygli á síðasta ári þegar myndband kom út af honum að syngja lag á indversku í tilefni af 150 ára afmæli Mahatma Gandhi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.