Herra Hnetusmjör um dóp í rappi: Maður fegrar þetta svo mikið undir áhrifum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 15:00 Árni Már, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var einn af viðmælendum í þættinum Óminni á Stöð 2 í gær. Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fíkn Óminni Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum.
Fíkn Óminni Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“