„Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 20:45 „Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
„Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira