Innlent

Klerkur fær yfir sig fúkyrðaflaum í tölvupóstum

Jakob Bjarnar skrifar
Séra Þórhallur furðar sig á ofsafengnum viðbrögðum sem hann hefur fengið vegna námskeiðs sem hann ætlar að halda um næstu helgi.
Séra Þórhallur furðar sig á ofsafengnum viðbrögðum sem hann hefur fengið vegna námskeiðs sem hann ætlar að halda um næstu helgi. visir/vilhelm

Séra Þórhallur Heimisson hefur fengið yfir sig fúkyrðaflaum og reiðilestur í tölvupóstum, jafnvel frá þekktum einstaklingum skrifaða á vinnutíma og merkta fyrirtækjum, vegna biblíunámskeiðs sem hann hyggst halda næstkomandi laugardag í Digraneskirkju. Námskeiðið ber yfirskriftina: „Allt sem þú vilt vita um Biblíuna.“

Séra Þórhallur, sem hefur á undanförnum árum starfað í Svíþjóð, var í viðtali í Bítinu um þetta óþol Íslendinga fyrir skoðunum annarra. Hann tekur fram að þessi viðbrögð við boðun námskeiðs síns séu alls ekki á eina leið, að mestu eru undirtektir jákvæðar.

„Já, elskuleg viðbrögð. En, ég hef einnig fengið tölvupósta þar sem menn hafa verið með blammeringar út í trú og þetta sem ég ætla að fjalla um,“ segir Séra Þórhallur. Honum þykir miður hversu mikið og vaxandi óþol sé á Íslandi gagnvart skoðunum annarra. Og þetta kom honum á óvart, hann segist hafa verið búinn að gleyma þessum ofsa eftir dvöl í Svíþjóð.

„Þetta virðist pirra menn alveg rosalega og þeir vilja ekki ræða málin heldur vera með blammeringar.“

Heyra má spjallið við Séra Þórhall hér neðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.