Lífið

Extreme Chill Festival hefst í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tangerine Dream kemur fram 14. sept.
Tangerine Dream kemur fram 14. sept. vísir/getty

Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í Reykjavík dagana 12.-15. september 2019 en þetta er 10. árið sem hátíðin er haldin. 

Hátíðin verður á sex mismunandi stöðum í miðborginni: Gamla Bíó, Iðnó, Gaukurinn, Mengi, Exeter Hotel og Klaustur bar.

Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Þarna koma saman ólíkir listamenn frá tilraunakenndum listamönnum til klassískrar listamanna. Þ.a.m: TANGERINE DREAM, Marcus Fischer, Eraldo Bernocchi, Kristín Anna, Stereo Hypnosis, Mixmaster Morris, Hotel Neon, Jana Irmert, Christopher James Chaplin, Farao, Special-K, Hoshiko Yamane, Mikael Lind

Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og videó/myndlistarmenn og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlistarhöfuðborg Íslands. 
Hátíðar passinn kostar aðeins 9.900 kr fyrir alla fjóra dagana (Passinn gidir líka á stórtónleika Tangerine Dream í Gamla Bíó 14. sept). Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.