Andrés Ingi leggur fram frumvarp um snöggskilnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:13 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að fólk hljóti að geta ákveðið jafnhratt hvort það vilji gifta sig og hvort það vilji skilja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar.
Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira