Skelfileg byrjun Huddersfield heldur áfram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gjarnan heitt í hamsi í Championship deildinni
Gjarnan heitt í hamsi í Championship deildinni vísir/getty
Sheffield Wednesday gerði góða ferð til Huddersfield í dag þegar liðin mættust í ensku B-deildinni í knattspyrnu.Steven Fletcher kom gestunum yfir snemma leiks og Sam Winnall innsiglaði sigurinn rúmum stundarfjórðun fyrir leikslok. Lokatölur 0-2.Huddersfield féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hefur farið skelfilega af stað í Championship deildinni. Liðið er enn í leit að sínum fyrsta sigri og hefur aðeins náð í eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum.Sheffield Wednesday í 9.sæti með 12 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.