Lífið

Inga og Hrafnista léku á sjötugan hrekkjalóm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þau feðginin saman í sumar.
Þau feðginin saman í sumar.
„Hann pabbi minn hefur haft þá trú að hann endi með því að taka mig með á Hrafnistu þar sem ég þurfi út af „dottlu“ að flytja heim til foreldra minna aftur. Hann hefur því alltaf sótt um á Hrafnistu fyrir 3.“

Svona hefst færsla frá Ingu Láru Magnúsdóttur á Facebook-síðunni Fyndna frænka og hún heldur áfram.

„Ég er að fara flytja aftur út og þegar ég sagði honum það var það fyrsta sem hann sagði, ég þarf að breyta umsókninni.“

Inga fékk því Hrafnistu með sér í lið í smá grín og bað hún starfsmann að senda honum tölvupóst sem hljómar svona:

„Sæll Magnús. Afturköllun á umsókn fyrir þig, frú þína Guðrúnu Sigurbjörnsdóttur og 35 ára gamla barnið þitt á Hrafnistu er móttekin. Það verður því leitt að hafa ekki barnið í garðskálanum eins og til stóð. Það er einlæg ósk okkar að ykkar vegna þurfið þið ekki að breyta umsókninni aftur og séuð nú endanlega laus við krakkann af heimilinu ykkar.“

„Hann hló svo mikið að hann gat varla lesið póstinn þar sem ég bað hann að lesa hann upphátt,“ segir Inga í samtali við Vísi.

„Svo bætti hann við að núna myndin biðin á listanum hjá Hrafnistu styttast verulega þar sem nú gæti hann sótt um fyrir tvo,“ segir Inga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×