Skóflaði upp sæbjúgnaslóð á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 15:15 Sæbjúgnaslóðin á OB-planinu í morgun. Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira